LS vænti tilkynningar frá sjávarútvegsráðuneytinu í dag um framhald línuívilnunar í þorski. Því miður barst hún ekki og að óbreyttu verður engin ívilnun í þorski frá og með morgundeginum.
LS sendi ráðherra bréf í dag þar sem hann er hvattur til að hækka viðmiðun til línuívilnunar í þorski. Vakin er athygli á að þorskafli til hennar lækkaði um 38% á meðan leyfilegur heildarafli var skertur um 6%.
Í niðurlagi bréfs LS til sjávarútvegsráðherra segir:
Landssamband smábátaeigenda skorar hér með á yður að leiðrétta nú þegar aflaviðmiðun til línuívilnunar þannig að hún gildi til loka fiskveiðiársins. Að útgerðir báta sem reitt hafa sig á línuívilnun sitji við sama borð og aðrar útgerðir í landinu. Skerðingin verði 6% í þorski frá í fyrra og 9% verði bætt við ýsu.
|
2018/2019 |
2019/2020 |
2020/2021 |
Krafa LS |
Þorskur |
3.000 tonn |
2.000 tonn |
1.246 tonn |
1.880 tonn |
Ýsa |
1.000 tonn |
849 tonn |
701 tonn |
925 tonn |