Grásleppuvertíð hafin í innanverðum Breiðafirði

Grásleppuveiðar í innanverðum Breiðafirði hófust 20. maí sl.  16 bátar eru byrjaðir veiðar og hafa aflabrögð verið með miklum ágætum.  Virðist vertíðin ekki ætla að verða neinn eftirbátur við önnur veiðisvæði.  Eftir löndun sl. fimmtudag var aflinn kominn yfir 300 tonn.   
Á vertíðinni 2020 stunduðu 37 bátar veiðar.   Því er ljóst að bátum á eftir að fjölga á næstu dögum.   
  
Í fyrra gilti veiðileyfið aðeins í 15 daga, en er nú 35 dagar.  Samkvæmt reglugerð um hrognkelsaveiðar er 12. ágúst lokadagur vertíðar á innnanverðum Breiðafirði.