Í sjómannadagsblaði 200 mílna er rætt við Arthur Bogason formann Landssambands smábátaeigenda.
„En við erum alveg grjótharðir
á því að til þess að strandveiðikerfið
hætti að vera sá bastarður sem það
er í dag þurfi með löggjöf að tryggja
mönnum 12 daga í mánuði yfir sumarið,
segir Arthur um tilhögun
strandveiða.
Ég tel eðlilegt, í ljósi umræðunnar
um umhverfismál og umgengni við
náttúruna, að þau veiðarfæri sem
skaðan minnst í hafrýminu hafi forgang.
Ég sé ekkert eðlilegt við það að
nota þung botnveiðarfæri á grunnsævi
þar sem að hægt er að beita
veiðarfærum sem varla snerta botn.