LS semur við Hampiðjuna/Voot fyrir hönd félagsmanna

 
Hinn 2. júní sl skrifuðu annars vegar Landssamband smábátaeigenda (LS) og hins vegar Hampiðjan/Voot undir samning þar sem félagsmönnum LS er boðinn afsláttur, 10%-40%, mismunandi eftir vöruflokkum. 
Á heimasíðu Hampiðjunnar er frétt af opnun glæsilegrar verslunar að Skarfabakka 4 við Sundahöfn. 
 
Hampiðjan/Voot eru með starfstöðvar í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað og í Vestmannaeyjum.  Samningurinn nær til allra þessara staða. 
 
Myndin er tekin í hinni nýju verslun á Skarfabakka, eftir undirritun samningsins.
 
IMG_2257[4] (1).png
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, Þorsteinn Finnbogason markaðsstjóri Voot, 
Ólafur Benónýsson verslunarstjóri og Arthur Bogason formaður LS