Dreift hefur verið á Alþingi frumvarpi um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða – strandveiðar 2021. Frumvarpinu er gert að tryggja 48 daga á strandveiðitímabilinu 2021.
Lagt er til að við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
„Ráðherra skal tryggja 48 daga á strandveiðitímabilinu 2021. Hafi ráðherra fullnýtt heimildir innan 5,3% kerfisins, sbr. 3. mgr. 8. gr. laganna, er ráðherra heimilt að flytja til strandveiða allt að 20% af þorskveiðiheimildum almenna byggðakvótakerfisins, sbr. 10. gr. laganna, auk skel- og rækjuuppbóta fiskveiðiársins 2021/2022, sbr. 11. gr. laganna.Ráðherra skal tryggja að flutningsheimild, sbr. 1. mgr., skerði ekki veiðiheimildir dagróðrabáta á næsta fiskveiðiári.
Frumvarpið er lagt fram af þingmönnum stjórnarflokkanna Vg og Framsókn. Það ætti að tryggja að málið verði tekið á dagskrá og samþykkt sem lög fyrir þinglok. Með því yrði tryggt að strandveiðar standi út ágúst, en ljúki ekki mánuði fyrr eins og allt stefnir í.