Í upphafi þingfundar í dag kl 10:33 greindi Steingrímur J. Sigfússon (Vg) forseti Alþingis frá því að borist hefði bréf undirritað af Helga Hrafni Gunnarssyni (P) um að tekið yrði fyrir fyrsta mál á dagskrá þingsins, stjórn fiskveiða lagafrumvarp frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (Vg).
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða, en áður en henni lauk urðu snarpar umræður um tillöguna, aðferðarfræðina, strandveiðar og dagskrá þingsins. Staða strandveiðimanna hreyfði því kröftuglega við þingheimi.
Umræðan í heild – hefst 07:26
Hér er listi yfir ræðumenn. Með því að blikka á nafn viðkomandi birtist ræðan.