Formaður og framkvæmdastjóri LS funduðu með sjávarútvegsráðherra sl. miðvikudag. Þar kynnti LS tillögu sína um leyfilegan hámarksafla í þorski.
Á grundvelli tugaprósenta ofmats Hafrannsóknastofnunar á veiði- og hrygningarstofni og nýliðun ákvað LS að leggja til við ráðherra að hreyfa ekki við aflamarki í þorski. Úrvinnsla og mat Hafrannsóknastofnunar væri ótrúverðugt og því ekki ástæða til að stökkva á það fyrr en að fenginni ítarlegri skoðun óvilhallra sérfræðinga, sjó- og vísindamanna.
Tölur eru teknar úr skýrslum Hafrannsóknastofnunar árin 2019 og 2021.
Árið 2019 spáði Hafró að hrygningarstofninn 2020 yrði 629 þúsund tonn, en mælir hann nú, tveimur árum síðar, 385 þúsund tonn.