Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu. Þar segir m.a.
„Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um auknar heimildir til strandveiða. Alls verður 1.171 tonnum af þorski bætt við en um er að ræða óráðstafað magn sem kom til á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Með þessari aukningu verður því heildarmagn í þorski á strandveiðum alls 11.171 tonn og samtals 12.271 tonn af óslægðum botnfiski.
Að loknum 42 dögum strandveiða var búið að veiða alls 7.280 tonn af þorski. Með þeirri viðbót sem ráðherra hefur ákveðið eru góðar líkur á ekki komi til stöðvunar strandveiða í ágúst. Þær verði hægt að stunda til ágúst loka.
Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er hér með þakkað fyrir hans framgöngu í þessu mikilvæga máli.
Reynir Hilmarsson Húsavík, á Laxinum ÞH 177 landar 8+ að loknum góðum degi