Mokafli á strandveiðum


Ekkert lát er á góðum aflabrögðum á strandveiðum, metafli dag eftir dag.   Á fyrstu 5 dögum í ágúst er meðaltalið í þorski 278 tonn sem er 46%  hærra en það var í júlí.  Ef fram heldur sem horfir verður útgefin viðmiðun uppurin um miðja næstu viku.  
Grafið sýnir meðaltal á dag í þorski – maí, júní, júlí og það sem af er ágúst.
Screenshot 2021-08-11 at 20.16.15.png
Þegar tekið var mið af þróuninni á þessu ári og afla í ágúst í fyrra leit allt út fyrir að aflaviðmiðun mundi duga út ágúst, dagsafli að meðaltali um 175 tonn.  En fiskveiðar falla ekki alltaf inn í excelskjölin þó það sé óbrigðult hjá Hafrannsóknastofnun.  Strandveiðarnar nú eru gott dæmi um þetta.  Saman fer einmuna tíð og mokafli, þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun mæli stöðuga lækkun á viðmiðunarstofni þorsks.
Screenshot 2021-08-11 at 20.11.45.png
Einhverjum dytti til hugar að segja að hér fari hljóð og mynd ekki saman.  Afli strandveiðiflotans hefur haldist ótrúlega stöðugur ásamt fjölda báta, en vísitala Hafrannsóknastofnunar lítur út eins og rússíbani. 
Við þeirri stöðu sem nú blasir við strandveiðisjómönnum er einungis hægt að bregðast á einn veg, að breyta reglugerð og hækka viðmiðun í þorski og koma þannig í veg fyrir ótímabæra stöðvun veiðanna.  
LS hefur sent ráðherra bréf þessa efnis.
210811 logo_LS á vef.jpg