Strandveiðum lokið

Síðasti dagur strandveiða 2021 var í dag 18. ágúst.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fiskistofu sem birt var rétt í þessu.  
Við upphaf dagsins átti eftir að veiða 272 tonn af þorski.  Það var mat Fiskistofu það yrði allt veitt í dag.  Í viðræðum benti LS á að aflinn í gær hefði verið 253 tonn og því full ástæða til að heimila veiðar á morgun.  Á það var ekki fallist.

Myndin sýnir samanburð á strandveiðiafla fyrstu 9 daga ágústmánaðar 2020 og 2021.

 

Screenshot 2021-08-18 at 17.12.50.png