Drangey ályktar um dragnót og strandveiðar

Drangey – smábátafélags Skagafjarðar – hélt félagsfund sl. föstudag 27. ágúst.  
Eftirfarandi var samþykkt:
Dragnótaveiðar
Drangey – smábátafélag Skagafjarðar skorar enn einu sinni á sjávarútvegsráðherra að endur-skoða heimildir til veiða með dragnót upp í fjörur víða um land. Lýsir Drangey fullum stuðningi við kröfur smábátafélagsins Kletts um tafarlausa lokun Skjálfandaflóa fyrir slíkum togveiðum. Þá krefst Drangey þess með vísan til fyrri samþykkta félagsins og sveitarstjórnar Skagafjarðar að dragnótaveiðar á Skagafirði verði takmarkaðar í samræmi við fyrra fyrirkomulag veiðanna á firðinum, þ.e. að svæðinu innan línu úr Ásnefi í vestri í Þórðarhöfða í austri verði lokað fyrir veiðum með dragnót.
passlegt copy.png
Strandveiðar
Drangey – smábátafélag Skagafjarðar mótmælir harðlega stöðvun strandveiða nú 18. ágúst.  Þannig var enn og aftur unnið skemmdarverk á því lögboðna fyrirkomulagi veiðanna að þær skuli leyfðar í 12 veiðidaga í hverjum mánuði frá maí til ágúst. Með þessu var vakin upp fyrri keppnisþáttur veiðanna auk þess sem útgerðum veiðisvæðanna var mismunað annað árið í röð. Viðurkennt var af sjávarútvegsráðherra að stöðvun í ágúst kemur illa niður á  hluta strandveiðiflotans. Loks er vakin athygli á að með þessari ákvörðun var um verulega röskun á fiskmörkuðum landsins að ræða enda munar um minna þegar fiski frá um 500 handfærabátum er undir lok fiskveiðiársins er kippt út af mörkuðum með einu pennastriki. Skorar Drangey á Alþingi að tryggja það í lögum að svona gerræði í tengslum við strandveiðar endurtaki sig ekki.
Magnús Jónsson er formaður
Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar

Drangey a bryggju copy.jpg