Í dag 25. september verður kosið til Alþingis. Allt stefnir í spennandi kosningar og því áríðandi að allir skoði vel hvað stjórnmálaflokkarnir hafa upp á að bjóða. Þar eru málefni sjávarútvegsins ofarlega á blaði.
Frá því veiðikerfi strandveiða var breytt árið 2018 hefur LS barist fyrir að lögfest verði að veiðileyfi þeirra gildi í 48 daga. Fyrstu tvö árin 2018 og 2019 dugðu veiðiheimildir allt tímabilið. Í fyrra og í ár dugðu þær hins vegar ekki, veiðar stöðvaðar 19. ágúst og 18. ágúst sl.
Það er skoðun LS að til að allir hafa jafnan rétt án tillits til á hvaða svæði er róið verði að vera tryggt að ekki komi til stöðvunar veiða. Þegar sú krafa heyrist er gjarnan spurt: Hvar á að taka aflann? LS hefur svarað því að heimildir innan 5,3% pottsins séu nægar til að tryggja 48 daga til strandveiða.
Við yfirferð á stefnum flokka sem bjóða fram til Alþingis kemur í ljós að hjá alls sex flokkum er yfirlýsing um stuðning við 48 daga til strandveiða.
Þeir eru (talið upp í stafrófsröð):
Flokkur fólksins (F)Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (O)Miðflokkur (M)Píratar (P)Sósíalistaflokkur Íslands (J)Vinstrihreyfingin – grænt framboð (V)
LS ákvað því að senda öðrum flokkum bréf þar sem óskað var eftir afstöðu þeirra gagnvart kröfu LS. Hjá þeim öllum var hægt finna jákvæðni í garð smábátaútgerðarinnar. Í bréfunum var vitnað til þess.
Svör hafa nú borist frá tveimur af þeim fjórum flokkum sem bréf var sent til, Sjálfstæðisflokki.pdf (D) og Viðreisn.pdf (C). Svörunum skeytt aftan við bréfin.