Á fundi stjórnar LS sem haldinn var í kjölfar aðalfundar var Andri Viðar Víglundsson endurkjörinn varaformaður
félagsins.
Stjórn LS er lítilleg breytt. Halldór Ármannsson fv. formaður LS tekur nú aftur sæti í stjórninni, en hann var kjörinn formaður Reykjaness á aðalfundi félagsins þann 30. október sl. Halldór tók við af Eyþóri Reynisson sem verið hefur formaður félagins sl. 3 ár og í stjórn LS til jafnlangs tíma.
Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur var haldinn 21. maí sl. Fundurinn var ígildi tveggja funda þar sem ekki reyndist unnt að koma saman á árinu 2020 vegna Covid. Á fundinum bar það helst til tíðinda að Þorvaldur Gunnlaugsson sem verið hefur formaður Smábátafélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í LS sl. 10 ár baðst lausnar. Finnur Sveinbjörnsson bauð sig fram sem formann og var kosinn með lófaklappi.
Auk Finns og Halldórs kemur Karl Heimir Einarsson formaður Hrollaugs nýr inn í stjórn Landssambands smábátaeigenda.
Hér með er Eyþóri Reynissyni og Þorvaldi Gunnlaugssyni þökkuð þeirra störf í þágu smábátaeigenda.