Drónaeftirlit Fiskistofu

Í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun var rætt við Arthur Bogason formann LS um brottkast og drónaeftirlit Fiskistofu.  

 


Arthur sagði að „ef tilgangur Fiskistofu sé að nota eftirlit sem fælingarmátt, þá sýni rannsóknir að fælingarmáttur eftirlits felist í því að greina frá því að eftirlit sé í gangi. Láta eigi vita að eftirlitið fari fram á ákveðnu svæði á ákveðnum tíma, „ekki læðast aftan að mönnum og tilkynna þeim eftir á að þeir hafi verið staðnir að verki,


Arthur heimasíða.png

 

 


Arthur lagði áherslu á að „gæta þurfi jafnræðis í eftirliti með brottkasti. Eftirlit sé ekki óhóflega mikið með smábátum, en einnig þurfi að fylgjast með togurunum. Af 315 eftirlitsflugum með drónum hafi aðeins átta sinnum verið flogið yfir togaraflotann.

 


 


Hlusta á viðtalið