Grein eftir Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birtist í Morgunblaðinu 10. desember sl. Heiti greinarinnar er: „Endurreist landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Þar segir m.a.:
„Óskandi er að haldið verði einnig áfram þar sem frá var horfið í minni tíð með breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, verndun grunnslóða, eflingu strandveiðiflotans, aukinn rétt sjávarbyggðanna og strandveiðar. Heildstætt frumvarp mitt þess efnis, sem lagt var fram í ríkisstjórn í nóvember 2011, finnst örugglega í ráðuneytinu.
Kannski verða líka teknar upp tillögur okkar Atla Gíslasonar um að hefta og setja skorður við samþjöppun aflaheimilda og skera á hin margföldu krosseignatengsl í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Þeim tillögum okkar var rækilega vikið til hliðar af ráðherrum sem síðar komu í ráðuneytið. Tillögurnar voru lagðar fram í ríkisstjórn haustið 2011. Þær eru vafalaust enn til í ráðuneytinu og hægt að þróa áfram í endurreistu ráðuneyti.