Ögmundur Knútsson fiskistofustjóri sendi frá sér grein sem birtist sem skoðun á Vísi. Fyrirsögn greinarinnar er:
„Virkt eftirlit er grundvöllur verðmætasköpunar
Í greininni er m.a. vikið að brottkasti og bent á að ónægar upplýsingar séu um hversu miklu sé hent:
„Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur gagnrýnt að mjög takmörkuð gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Ríkisendurskoðun gagnrýndi auk þess Fiskistofu, sem hefur það hlutverk að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar, árið 2018 vegna veikburða og ómarkviss eftirlits.
Fiskistofustjóri bendir á að brugðist hafi verið við þessum athugasemdum og segir ljóst að tegunda- og lengdarháð brottkast sé mun meira en áætlað hefur verið hingað til á Íslandsmiðum:
„Fiskistofa hefur þegar brugðist við gagnrýni FAO og Ríkisendurskoðunar. Meðal annars hefur stofnunin fjárfest í drónum og var eftirlit með þeim hafin í upphafi þessa árs. Áður en drónar voru teknir í notkun var fjöldi brottkastmála hjá Fiskistofu í kringum 10 mál á ári. Í lok nóvember árið 2021 var fjöldi mála kominn í 142. Það er ljóst að tíðni brottkasts segir ekki allt um magnið sem er hent en ljóst er að tegunda- og lengdarháð brottkast er mun meira en áætlað hefur verið hingað til á Íslandsmiðum.