Niðurstöður haustrallsins

Hafrannsóknastofnun hefur birt niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska að haustlagi. Leiðangurinn stóð yfir frá 4. október til 3. nóvember.
Eins og vænta mátti hélt stofnvísitala ýsu áfram að hækka sem hún hefur almennt gert frá árinu 2016.  Leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna hærri gildi en nú mældust.
Screenshot 2021-12-21 at 15.38.41.png
Ýsa 2 ára og yngri var vel yfir langtímameðaltali [1996 – 2021], en ýsa á stærðarbilinu 40 – 50 cm (3 ára) að sama skapi nokkuð undir meðaltalinu.
Screenshot 2021-12-21 at 15.50.19.png
Annað árið í röð mælist yngsti árgangurinn vel yfir meðaltalinu þó hann sé ekki jafn sterkur og jafnaldri hans á árinu 2020.
Að mati LS gefa þessa mælingar og að miðin að sögn sjómanna kakkfull af ýsu, fullt tilefni til að leyfilegur heildarafli á fiskveiðiárinu verði endurskoðaður og hann aukinn verulega.
 
Grásleppan 
Í mælingunni koma niðurstöður af mælingu á stærð grásleppustofnsins á óvart.  Stofnstærðin að mati Hafrannsóknastofnunar í sögulegu lágmarki, en í þeim flokki eru jafnframt eftirtaldar tegundir:  Hlýri, tindaskata, sandkoli, langlúra, þykkvalúra og skrápflúra.
Screenshot 2021-12-21 at 16.23.48.png