Á Þorláksmessu birtist í Morgunblaðinu grein eftir Örn Pálsson.
„Flestum sem starfa við sjávarútveginn er
löngu ljóst hversu strandveiðar hafa auðgað
mannlíf, tilveru og þjónustu hinna dreifðu
byggða. Fjölmargar hafnir fyllast af smábátum
yfir sumarið, þaðan sem þeir streyma á
miðin árla morguns og landa árangri dagsins
síðar sama dag.
„Það er ekki á færi allra að stunda sjómennsku við slíkar takmarkanir og að sjálfsögðu ekki öllum gefið að fiska og gera út bát með þeim kostnaði sem því fylgir.