Fyrsti fundur LS með sjávarútvegsráðherra

Í gær áttu formaður og framkvæmdastjóri LS fjarfund með Svandísi Svavarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  Helsta tilefni fundarins, fyrir utan að óska ráðherra til hamingju og velfarnaðar í starfi næstu fjögur árin, var að kynna og fara yfir samþykktir aðalfundar.
Við þessa dagskrá bættist hins vegar málefni sem valdið hefur LS ólýsanlegum vonbrigðum.  
Þann 21. desember sl. ákvað ráðherra með undirritun reglugerðar að skerða þorskveiðiheimildir sem ætlaðar eru til strandveiða næsta sumar og almenns byggðakvóta.  
Breytt reglugerð leiðir til þess að til strandveiða eru ætluð 8.500 tonn sem er 1.500 tonnum minna en ákveðið hafði verið. 
 

Tegund

Skel- og rækjubætur

Byggðakvóti til fiskiskipa

Byggðakvóti Byggðast.

Frístunda­veiðar

Strand­veiðar

Línu­ívilnun

Ráðstöfun samtals

  Þorskur

1.472

4.500

4.092

250

10.000

1.400

21.714

 

 

   Þorskur

1.472

3.626

4.092

250

8.500

1.400

19.340

Á fundinum mótmælti LS ákvörðuninni harðlega.  Sagði hana ganga þvert á þau markmið að tryggja 48 daga til strandveiða.  LS lagði áherslu á að strandveiðar væru þær veiðar sem yllu minnstu raski í hafrýminu og minnstu kolefnissótspori.  Auk þess hefðu þær reynst gríðarlega vel fyrir hinar dreifðu byggðir.  
Í ljósi þessa treystir LS á að ákvörðunin verði endurskoðuð, enda hér mikið alvörumál sem snertir um 700 útgerðir auk flest öll byggðarlög landsins.