Á fundi sem haldinn var 10. janúar sl. í Heimastjórn Borgarfjarðar eystri var samþykkt að mótmæla harðlega skerðingu aflaheimilda til strandveiða árið 2022 um 1.500 tonn.
Heimastjórn lýsir gríðarlegum vonbrigðum að ekki séu tryggðir 48 dagar til strandveiða ár hvert.
Bent er á að afli strandveiðibáta er stór hluti landaðs afla yfir sumartímann þannig að skerðing á afla til strandveiða kemur niður á íbúum.
Jafnframt vekur Heimastjórn athygli á að á undanförnum árum hafa ungir menn haslað sér völl í sjávarútvegi á Borgarfirði með útgerð strandveiðibáta.