Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar sem haldinn var fyrr í dag 19. janúar var eftirfarandi samþykkt:
„Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar hvetur hæstvirtan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að hverfa frá 1.500 tonna niðurskurði aflaheimilda til strandveiða árið 2022. Sveitarstjórn telur að embættisverk ráðherra ættu að miða að því að tryggja strandveiðiflotanum nægar heimildir til þess að stunda veiðar í 48 daga á ári enda myndi slíkt styrkja sjávarbyggðir um land allt.Á síðasta fiskveiðiári lönduðu 34 bátar strandveiðiafla á Skagaströnd sem nam um 613 tonnum eða um 5% strandveiðiafla á landinu öllu. Umtalsverð nýliðun hefur átt sér stað innan smábátaútgerðar á Skagaströnd á undanförnum árum sem tengja má beint við strandveiðikerfið.
Beðið eftir 2. maí.