„Telja byggðaloðnu nánast gefna tveimur stórútgerðum

Í Fiskifréttum í dag er grein eftir Örn Pálsson.  Þar fjallar hann um tilboðsmarkað Fiskistofu þegar samþykkt var að láta 35 þúsund tonn af loðnu í skiptum fyrir 1.078 tonn af þorski.  Ákvörðun sem sett hefur strandveiðar 2022 í uppnám.
Yfirskrift greinarinnar:
Screenshot 2022-02-10 at 18.17.43.png
6dfb783158a317e013eea12ba50c9773.png


„Það voru því sannarlega gleðitíðindi þegar ákveðið var að leyfilegur heildarafli í loðnu var ákveðinn 662 þús. tonn. Samkvæmt ígildastuðli fiskveiðiársins, 0,36, hefðu 5,3% af loðnunni átt að gefa 12.632 tonn.  Vel á minnst – fyrir ári fengust 732 tonn af þorski í skiptum fyrir 1.066 tonn af loðnu – stuðull 0,69.


LS bjóst þó við að það yrði eitthvað minna, 6 – 7 þúsund tonn væri þó nokkuð öruggt. Gengi það eftir yrðu nægjanlegar heimildir til að tryggja 48 daga til strandveiða og línuívilnun allt fiskveiðiárið.