Grásleppuvertíðin hefst 20. mars

Reglugerð um grásleppuveiðar 2022 hefur verið undirrituð.  Hún mun birtast í Stjórnartíðindum nk. föstudag og verður þá aðgengileg hér á síðunni.
Reglugerðin er lítið breytt frá í fyrra.  Upphafsdagur vertíðar verður 20. mars og gildir veiðileyfið í 25 daga.  Á fyrstu vikunum í apríl verður tekin ákvörðun um hvort ástæða sé til að fjölga dögum útfrá niðurstöðum úr togararalli.  Hafrannsóknastofnun mun þá gefa út ráðgjöf um leyfilegan heildarafla á vertíðinni.  
 

220301.jpg