Lög torvelda loðnu á skiptimarkað

Matvælaráðuneytið hefur svarað erindi Landssambands smábátaeigenda frá 20. febrúar sl.  Þar fór LS þess á leit að loðna sem Norðmönnum tókst ekki að veiða yrði boðin í skiptum fyrir þorsk á tilboðsmarkaði Fiskistofu.
Í svari ráðuneytisins kemur fram að ekki liggi enn fyrir hversu mikið magn sé um að ræða né ákvörðun um hvort Ísland nýti sér heimild í rammasamkomulagi að umrætt magn verði veitt af íslenskum skipum.  Hvort það verður gert eða ekki sé „það ótvírætt að ekki sé til staðar heimild í lögum að allar óúthlutaðar heimildir verði settar á skiptimarkað, eins og segir í bréfi ráðuneytisins til LS. 
Í framhaldi af þessu svari mun LS óska eftir því við matvælaráðherra að hann beiti sér fyrir að lögum verði breytt þannig að meiri þorskur komi í 5,3% pottinn.  Gengi það eftir væri hægt að draga til baka skerðingu til strandveiða og nálgast þær forsendur sem núverandi strandveiðikerfi er grundvallað á, 48 daga til ágúst loka.
  
220306 logo_LS á vef.jpg