Atvinnuveganefnd Alþingis hefur nú til meðferðar frumvarp matvælaráðherra um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (eftirlit Fiskistofu o.fl.)
LS hefur fundað með atvinnuveganefnd um frumvarpið og skilað inn ítarlegri umsögn um það.
Þar er m.a. gagnrýnt að Fiskistofa sé á gráu svæði með notkun fjarstýrðra loftfara til eftilits með fiskveiðum og viðurlaga í kjölfarið, þar sem frumvarpinu er ætlað að fá ákvæði þess efnis í lög.
Þá er í umsögninni vakin athygli á að ákæruvaldið hafi fengið meint mál til meðferðar þrátt fyrir að í bréfum Fiskistofu til einstakra útgerða hafi mátt skilja að um viðvörun væri að ræða.
Í lok umsagnar LS er tekið skýrt fram að félagið sé síður en svo að leggjast gegn eftirliti með fiskveiðum.