Grásleppuveiðar – mótmæli á Grænlandi

Þær fréttir berast nú frá Grænlandi að þar séu grásleppuveiðar ekki enn hafnar.  Ástæðan er óánægja með verð sem Royal Greenland, þeirra helsti kaupandi, býður og það magn sem fyrirtækið er tilbúið að kaupa.  
Félagsmenn í KNAPK, systursamtök LS á Grænlandi, efndu til mótmæla sl. mánudag fyrir utan höfuðstöðvar RG til að leggja áherslu á kröfur sínar.  Þaðan gengu þeir fylktu liði að þinghúsinu í Nuuk þar sem þingmenn tóku á móti sjómönnum.  
Screenshot 2022-04-12 at 14.02.11.png
Upp úr viðræðum hafði slitnað, en deiluaðilar hafa nú náð samkomulagi um að setjast aftur niður og halda þeim áfram.  
Það er því víða en hér sem óánægju gætir með verð grásleppuhrogna og vonandi að fyrirsjáanlegur samdráttur í veiðum leiði til hækkana.
Í venjulegu ári hafa veiðar á Grænlandi hafist 1. apríl.
Á undanförnum árum hefur samanlagður afli hér og á Grænlandi verið um 90% heimsaflans.