Strandveiðar og veiðiskylda

Á heimasíðu Fiskistofu er vakin athygli útgerða báta sem fengu úthlutað aflamarki á fiskveiðiárinu hvort veiðiskylda hafi verið uppfyllt, þ.e. að viðkomandi hafi veitt að lágmarki 50% í þorskígildum talið.
Sérstaklega er mönnum bent á að „strandveiðiafli telur ekki upp í veiðiskyldu og óheimilt er að stunda veiðar samkvæmt öðrum leyfum á meðan strandveiðileyfi er í gildi. Það er því mjög mikilvægt að útgerðaraðilar séu meðvitaðir um stöðu veiðiskyldunnar áður en haldið er til strandveiða, eins og segir í tilkynningu frá Fiskistofu.   
Sbr. eftirfarandi ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða:
„Veiði fiskiskip minna en 50% á fiskveiðiári af úthlutuðu aflamarki sínu og aflamarki sem flutt hefur verið frá fyrra fiskveiðiári, í þorskígildum talið, fellur aflahlutdeild þess niður og skal aflahlutdeild annarra skipa í viðkomandi tegundum hækka sem því nemur.
Á næstu dögum verður opnað fyrir umsóknir um strandveiðar.