Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð þar sem veiðiheimildir í þorski til strandveiða eru auknar úr 8.500 tonn í 10.000 tonn. Með reglugerðinni er staðfest að aflaviðmiðun í upphafi strandveiðitímabilsins verður óbreytt frá fyrra ári, 11.100 tonn.
Þorskur 10 þúsund tonn, ufsi 1.000 tonn og gullkarfi 100 tonn.
Reglugerð um strandveiðar 2022 hefur jafnframt verið gefin út og er nánast óbreytt frá í fyrra, þar með talið að óheimilt verður að stunda veiðar á rauðum dögum. Uppstigningardag 26. maí, annan í hvítasunnu 6. júní og 1. ágúst á frídegi verslunarmanna.
Þann 20. júlí í fyrra var 1.171 tonni af þorski bætt við áðurútgefna viðmiðun sem heimilaði 11.171 tonna veiði á strandveiðum 2021. Það dugði þó ekki til að tryggja veiðar til ágústloka. Viðmiðunin var uppurin að loknum veiðum 18. ágúst.
Eins og undanfarin ár mun LS fylgjast með fréttum af strandveiðum og birta tölur þeim tengdum.