Opnað fyrir umsóknir til strandveiða

Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir fyrir strandveiðar 2022.  
Þannig að heimilt verði að hefja strandveiðar á fyrsta degi, mánudaginn 2. maí, þarf umsókn að hafa borist Fiskistofu fyrir kl 13:30, föstudaginn 29. apríl og greiðsluseðill greiddur fyrir 21:00 sama dag.
Fiskistofa:  Allt um strandveiðar
Hafsýn og Aflarinn

Eins og áður þarf að skila með rafrænum hætti aflaupplýsingum til Fiskistofu.  Auk Fiskistofu eru tveir aðilar að bjóða upp á rafræn skil,  Aflarinn og Hafsýn.
  

Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir um grásleppuveiðileyfi.  Í umsóknarferlinu er greitt fyrir leyfið og því hægt að fá það útgefið samstundis eða velja aðra upphafs dagsetningu.

 

Samkvæmt reglugerð verða veiðidagar 25 talsins.  Endanleg ákvörðun um fjölda daga er að vænta eftir að tillögur Hafrannsóknastofnunar liggja fyrir þann 1. apríl.  


Á tímabilinu frá 1. mars til 20. mars telur hver löndun sem einn veiðidagur, eftir það teljast dagar með sama hætti og verið hefur. 

Fiskistofa útskýrir dagatalningu á eftirfarandi hátt:

„Á tímabilinu 1. – 20. mars landar bátur í átta skipti þá telst það sem 8 dagar og gildir þá veiðileyfið í 17 daga frá og með 20. mars til og með 6. apríl.