130 bátar hafa landað grásleppu

Að loknu grásleppuveiðum í gær, fimmtudaginn 28. apríl, höfðu 130 bátar landað afla.  Það eru 9 bátum færra en á sama tíma í fyrra.  Nú eru á veiðum 67 bátar og 15 mun bætast við á næstu dögum.
Nú þegar 40 dagar eru liðnir af vertíðinni stendur heildarafli í 2.456 tonnum sem er samdráttur um 1.900 tonnum milli ára.
Þetta og fleira má lesa úr meðfylgjandi töflu sem unnin var upp úr upplýsingum frá Fiskistofu.
40 dagar liðnir frá upphafi vertíðar [20. mars – 28. apríl]
  2022 2021 Breyting
Afli 2.456 Tonn  4.329 Tonn  -43%
Landað  130 Bátar  139 Bátar  -6%
Fjöldi landana 1.186  1.551  -24%
Landanir 9,1 pr. bát  11,2 pr. bát  -18%
Afli pr. löndun 2,07 Tonn  2,79 Tonn  -26%
Leyfisdagar 2.496 Dagar  3.025 Dagar  -17%
Afli pr. leyfisdag 984 Kg  1.431 Kg  -31%
Milli umvitjana 2,10 Dagar  1,95 Dagar  8%
Mestur afli á bát 48,7 Tonn  93,2 Tonn  -48%
Meðaltal á bát 18,9 Tonn  31,1 Tonn  -39%
Fjöldi á veiðum 67 Bátar  125 Bátar  -46%
Á yfirstandandi vertíð hefur hærra hlutfall aflans verið selt á fiskmörkuðum en í fyrra.  Alls 553 tonn af óskorinni grásleppu hafa farið þar í gegn og 19 tonn af hrognum.  Reiknast það um fjórðungur heildaraflans á móti fimmtungi á sama tímabili á síðustu vertíð.
Selt á markaði
Grásleppa 553 Tonn  826 Tonn  -33%
Verð 172 Kr/kg  137 Kr/kg  26%
Hrogn 19 Tonn  13 Tonn  45%
Verð  744 Kr/kg  500 Kr/kg  49%