Fyrsti dagur strandveiða 2022 var í dag. Alls höfðu 409 bátar fengið útgefið leyfi til að hefja veiðar. Því miður viðraði ekki sem skyldi á þessum fyrsta degi og því náðu færri að nýta sér daginn. Hliðstæðar tölur frá í fyrra voru 395 komnir með gilt leyfi og þá komust 245 í róður á fyrsta degi.
Strandveiðar voru fyrst stundaðar árið 2009 og er tímabilið nú því það 14. í röðinni.
Eins og undanfarin ár mun LS fylgjast náið með veiðunum og birta upplýsingar hér og á strandveiðivefnum.