Fönix tyllir sér á toppinn

Fönix BA er alveg við það að rjúfa 60 tonna aflamúrinn á grásleppuvertíðinni.  Að lokinni 10. löndum þann 8. maí var aflinn kominn í 59 tonn og 487 kg.   
Að sögn Hafþórs Jónssonar eiganda og skipstjóra Fönix man hann varla eftir öðru eins moki og á þessari vertíð.  Hafþór er þó enginn nýgræðingur í faginu, hefur varla misst úr vertíð frá því hann hóf eigin útgerð 1993.   Stærsti róðurinn það sem af er var 27. apríl þegar hann landaði 10,4 tonnum. 
1652178631249.png
Grásleppuvertíðin hófst 20. mars.  Taflan sem hér fylgir sýnir stöðu veiðanna að loknum 50 dögum.
50 dagar liðnir frá upphafi vertíðar [20. mars – 8. maí]
  2022 2021 Breyting
Afli 2.912 Tonn  5.668 Tonn  -49%
Landað  135 Bátar  152 Bátar  -11%
Fjöldi landana 1.414  2.156  -34%
Landanir 10,5 pr. bát  14,2 pr. bát  -26%
Afli pr. löndun 2,06 Tonn  2,63 Tonn  -22%
Leyfisdagar 3.041 Dagar  4.514 Dagar  -33%
Afli pr. leyfisdag 957 Kg  1.256 Kg  -24%
Milli umvitjana 2,15 Dagar  2,09 Dagar  3%
Mestur afli á bát 59,5 Tonn  110,3 Tonn  -46%
Meðaltal á bát 21,6 Tonn  37,3 Tonn  -42%
Fjöldi á veiðum 45 Bátar  76 Bátar  -41%
Selt á markaði
Grásleppa 677 Tonn  948 Tonn  -29%
Verð 169 Kr/kg  135 Kr/kg  25%
Hrogn 29 Tonn  37 Tonn  -22%
Verð  742 Kr/kg  494 Kr/kg  50%
Hlutdeild á markað 27% 19% 41%