Aflamet í maí slegið

Frá upphafi strandveiða hefur aldrei veiðst jafn mikið á einum degi í maí og sl. mánudag.  Þann dag voru milli 440 og 450 bátar á sjó og lönduðu alls 308 tonnum.  Fyrra metið var 273 tonn frá í maí 2020.
Í dag er einmuna blíða á flestum miðum strandveiðibáta.   Ekki ósennilegt að nokkru fleiri séu því á sjó en í byrjun vikunnar, þar sem að loknum gærdeginum höfðu 533 bátar hafið veiðar.  Á sama tíma í fyrra voru þeir 499.
Hægt er að fylgjast með gangi veiðanna með því að blikka hér.
Marine Traffic kl 14:45:
Screenshot 2022-05-18 at 14.49.45.png