Enn ein skerðingin í þorski í mokveiði

Hafrannsóknastofnun hefur kynnt ráðgjöf sína um leyfilegan heildarafla helstu nytjategunda á næsta fiskveiðiári.
Þar kom fram að stofnunin leggur til að þorskafli verði minnkaður um 13 527 tonn, sem svarar til 6,1% skerðingar.  Er það þriðja árið í röð sem stofnunin leggur til skerðingu, en samanlagt nemur hún 63 þúsund tonnum á tímabilinu, rúm 23%.  
Skerðingar undanfarinna ára eru ekki í neinu samræmi við upplifun sjómanna um hvernig gengur að veiða.  T.d. hefur meðalafli í róðri hjá strandveiðibátum farið vaxandi á undanförnum árum og ekkert lát á því í ár.
Hér má sjá ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar ásamt ráðgjöfinni á síðasta ári.  Tekið  skal fram að ráðgjöfin miðast við fiskveiðiár sem hefst 1. september.
Ráðlagður heildarafli Hafrannsóknastofnunar
Tegundir 2022 2021 Breyting
 Þorskur 208.846   222.373   -6,1%
 Ýsa 62.219   50.429   23%
 Ufsi 71.300   77.561   -8%
 Gullkarfi 25.545   31.855   -20%
 Síld 66.195   72.239   -8%
 Grálúða 26.710   26.650   0%
 Djúpkarfi 6.336   7.926   -20%
 Litli karfi 585   609   -4%
 Steinbítur 8.107   8.722   -7%
 Hlýri 334   377   -11%
 Blálanga 259   334   -22%
 Langa 6.098   4.735   29%
 Keila  4.464   2.172   106%
 Lýsa 1.091   1.137   -4%
 Skötuselur 258   402   -36%
 Gulllax 11.520   9.244   25%
 Tindaskata 1.105   9.244   -88%
 Skarkoli 7.663    7.805    -2%
 Sandkoli 301    313    -4%
 Langlúra 1.230   1.025   20%
 Þykkvalúra 1.137   1.288   -12%
 Stórkjafta 132   217   -39%
 Hörpudiskur 93   93   0%
 Beitukóngur 264   264   0%
 Sæbjúga 2.307   2.307   0%
 Ígulker 196   196   0%