Bæjarráð Hornafjarðar skorar á ráðherra

Á fundi bæjarráðs Hornafjarðar sem haldinn var í gær 21. júlí var samþykkt að taka heilshugar undir eftirfarandi ályktun Hrollaugs:
„Smábátafélagið Hrollaugur skorar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja 48 daga til strandveiða strax í sumar og í komandi framtíð. Þar kemur fram að strandveiðipotturinn eigi ekki eftir að duga út júlí mánuð og þá verði rúmlega 700 bátar verkefnalausir.
Strandveiðisjómenn í Hrollaugi IIII copy 2.jpg