Dögg SF aflahæst á strandveiðum

Vigfús Vigfússon á Dögg SF-18 varð aflahæstur á strandveiðum 2022 með 69.373 kg sem jafnframt er aflamet frá upphafi strandveiða árið 2009.  Af því voru 23.130 kg þorskur og 46.083 kg af ufsa.   
Dogg_SF_kiddi_jons.png
LS hefur tekið saman tölur um 10 aflahæstu báta á hverju veiðisvæði.  Á svæði A var Grímur AK 1 efstur með 42,2 tonn, á B svæði Loftur HU-717 með 29,3 tonn, á C svæði Máney SU-14 með 43,4 tonn og eins og áður sagði Dögg sem gerð er út frá Hornafirði.
Auk tölur um heildarafla eru birtir listar yfir þorsk- og ufsaafla.  Arnar ÁR 55 var aflahæstur í þorski með 28.898 kg og Dögg SF í ufsa.
Fleiri samantektir eru væntanlegar á næstu dögum um nýliðið strandveiðitímabil.