Furðuleg fiskveiðiráðgjöf

Í Fréttablaðinu 24. ágúst birtist grein eftir Magnús Jónsson veðurfræðing og formann Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar.  Fyrirsögn greinarinnar er:
Screenshot 2022-08-26 at 06.43.44.pngMagnús Jónsson copy 3.png

„Þann 21. júlí sl. voru strandveiðar stöðvaðar, 40 dögum fyrr en lög um strandveiðar gera almennt ráð fyrir. Með því var fjölda starfa, einkum á landsbyggðinni og afkomu margra smábátasjómanna stefnt í voða, auk þess sem neytendamarkaður fyrir ferskan fisk frá Íslandi var tímabundið stórlaskaður. Þó sjávarútvegsráðherra og að einhverju leyti Alþingi beri mesta ábyrgð á þessum gjörningi er grunnur að þessari ákvörðun lagður annars staðar. Annars vegar með veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og hins vegar í afstöðu og framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, sem leynt og ljóst hafa frá upphafi viljað strandveiðar feigar.
IMG_3442.png