Góðar heimtur á tilboðsmarkaði Fiskistofu

Niðurstaða tilboðsmarkaðar Fiskistofu í október hefur verið birt.  Boðnar voru 21 tegund í skiptum fyrir þorsk.  Áhugi reyndist fyrir 18 þeirra, en alls bárust 307 tilboð og var 66 þeirra tekið.
Í skiptum fengust 1 367 tonn af þorski.  Mest fékkst í skiptum fyrir síld, en þar voru í boði 3.508 tonn og fengust 646 tonn af þorski, stuðull 18,4%.