Alls staðar mokveiði – lítið álag á miðunum

LS hefur tekið saman tölur um þorsk- og ýsuveiði krókaaflamarksbáta við upphaf yfirstandandi fiskveiðiár og borið saman við sama tímabil sl. 4 ár.   Tímabilið er til og með 19. nóvember – 80 dagar.
Ýsa
Fiskveiðiár – [tölur óslægt] Úthlutun sbr.hlutdeild Ýsuafli t. m.   19. nóvember Hlutall
2018/2019 8.140 Tonn  3.083 Tonn  38%
2019/2020 5.846 Tonn  3.182 Tonn  54%
2020/2021 7.524 Tonn  4.745 Tonn  63%
2021/2022 5.919 Tonn  2.805 Tonn  47%
2022/2023 8.660 Tonn  3.651 Tonn  42%
  
Viðmælendur eru sammála um að nánast aldrei hafi verið jafnmikið af fiski á miðunum og nú.  Kannski ekki að furða þar sem lítið álag er á miðunum.  
Halda þarf verulega aftur af sér til að aflinn verði ekki of mikill í hverri sjóferð.  Þannig landaði línubáturinn Eskey ÓF á Siglufirði sl. laugardag 9 tonnum, þar sem ýsa var ⅔ hluti aflans.  Róið var með 36 bala þar sem smokkur var meginuppistaða beitunnar.  Róðurinn varði í 17 klukkustundir og skilaði 250 kg á hvern bala.
Áhugavert er að bera aflabrögðin í ýsunni saman við fiskveiðiárið 2007/2008 þegar leyfilegur heildarafli var 105.823 tonn.  Þá voru menn róður eftir róður að rembast við að ná 100 kg á bala, en nú þegar heimildirnar eru rúmum 40% lægri eru aflabrögðin eins og áður sagði. 
Mestur þorskafli þrátt fyrir minnstu heimildirnar
Þrátt fyrir 6,1% skerðingu í þorski milli ára hefur þorskafli krókaflamarksbáta aukist um hvorki meira né minna 28% á téðu tímabili.  Hafa nú veitt 32% af úthlutuðu aflamarki, sem er mun hærra hlutfall en sömu tímabil þar á undan þegar hlutfallið rokkaði á milli 20 og 23%. 
Þorskur
Fiskveiðiár – [tölur óslægt] Úthlutun sbr.hlutdeild Þorskafli t. m.   19. nóvember Hlutall
2018/2019 43.573 Tonn  8.987 Tonn  21%
2019/2020 44.906 Tonn  9.983 Tonn  22%
2020/2021 42.288 Tonn  8.503 Tonn  20%
2021/2022 36.657 Tonn  8.511 Tonn  23%
2022/2023 34.288 Tonn  10.912 Tonn  32%
  
Greinilegt er að vinnslur leggja um þessar mundir meiri áherslu á að vinna þorsk en ýsu.
Sjá nánar:  Þorskur 80 dagar.pdf       Ýsa 80 dagar.pdf