Útreikningur veiðigjalda miðist við upphaflegar forsendur

Forsvarsmenn LS voru boðaðir til fundar við Atvinnuveganefnd Alþingis sl. föstudag.  Tilefnið var frumvarp matvælaráðherra um breytingar á lögum um veiðigjald (framkvæmd fyrninga).
Á fundinum lýsti LS sig samþykkt frumvarpinu þar sem tilgangur þess væri að koma í veg fyrir að hækkun fyrningar úr 20% í 50% hefði áhrif á útreikning á veiðigjaldi einstakra tegunda.  Breytingin myndi færa útreikninginn að forsendum sem veiðigjaldið væri grundvallað á.  
Ástæða hækkunar fyrningarprósentu, L.33/2021, var að hvetja til aukinnar fjárfestinga á árunum 2021 og 2022 sem voru í lágmarki á Covid tímanum.  
„Til þess að styðja við græna umbreytingu sem nauðsynleg er á öllum sviðum 
samfélagsins til að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda er í frumvarpinu lögð 
sérstök áhersla á að hvatarnir snúi að fjárfestingum í eignum sem teljast 
umhverfisvænar og stuðla að sjálfbærni., eins og sagði í greinargerð með frumvarpinu. 
Áhrifa breytinga á fyrningarprósentu gætti hins vegar á útreikning veiðigjalda þannig að óbreyttu myndu þau lækka um 2,5 – 3 milljarða sem aðilar sáu ekki fyrir.   Til að koma í veg fyrir að það gerist er nauðsynlegt að frumvarpið verði að lögum fyrir mánaðarmót.  
221128 logo_LS á vef.jpg