Þorskafli í nóvember 4% meiri en í fyrra

Samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur birt um fiskafla í nóvember er botnfiskafli 2% meiri en hann var í fyrra.  Mestu munar þar um 36% meiri ýsuafla en á móti kemur að afli í karfa hefur dregist saman um 31%.
Áhugavert er að sjá hvað þorskurinn hefur gefið sig vel.  Þrátt fyrir 6% skerðingu milli ára er aukning.  Aflinn í nóvember sl. 22.401 tonn á móti 21.644 tonn í fyrra.
Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu veiddust 63.930 tonn af þorski á fyrsta fjórðungi fiskveiðiársins á móti 59.541 tonn í fyrra.  Aukning um rúm 7%.  Ýsuafli hefur á sama tíma aukist um 43% eða úr 14.873 tonnum í 21.285 tonn.
221215 logo_LS á vef.jpg