Neikvæð ávöxtun hjá Gildi lífeyrissjóði

Á sjóðfélagafundi Gildis sem haldinn var sl. fimmtudag 15. desember var gerð grein fyrir ávöxtun sjóðsins á fyrstu ellefu mánuðum ársins.  Mikil breyting er á milli ára þar sem raunávöxtun nú er -10,2% á móti 7,8% á árinu 2021.
Screenshot 2022-12-19 at 12.18.49 (2).png
„Hrein eign samtryggingadeilda í lok nóvember nam 912 milljörðum króna en var 908 milljarðar um síðustu áramót, eins og segir á heimasíðu sjóðsins. Heildargreiðslur iðgjalda til og með 30. nóvember námu um 36 milljörðum og greiðslur lífeyris 21,6 milljörðum.
Á fundinum var rætt um málefni IL-sjóðs.  Þar kom fram að nú lægju fyrir tvö lögfræðiálit sem segðu stöðu lífeyrissjóða gagnvart ríkinu afar sterka.  Stjórn Gildis hefði samþykkt að ekki væru „forsendur fyrir því að ganga til samninga á þeim forsendum sem Fjármála- og efnahagsráðherra hefði lagt upp með.
  
Málefnið skiptir afar miklu máli fyrir Gildi.   Fram kom að frá tilkynningu fjármála- og efnahagsráðherra næmi verðlækkun skuldabréfa Gildis 14,7 milljörðum.