Almanak LS 2023

Félagsmönnum hefur verið sent almanak LS 2023.pdf.  Það berst með Póstinum á næstu dögum.  Meðferðis eru 12 hnútar sem Samgöngustofa gefur út og minnir smábátaeigendur og aðra sjómenn á nauðsynlega þætti sjómennskunnar.     
Auk almennra upplýsinga sem tilheyra almanaki eru skilaboð stílaðar til smábátaeigenda. Árdegisflóð, stofndagar svæðisfélaga LS og dagsetningar aðalfunda þeirra, ásamt fleiru.
Hönnuður dagatalsins er og hefur verið frá upphafi Guðmundur Bjarki Guðmundsson.  Ljósmyndari er Erlendur Guðmundsson.  Þeim er hér með þakkað fyrir vel unnin störf.  
Almanakið hefur verið gefið út frá árinu 2003 og er því 2023 það 21. í röðinni.
Að vanda prýða almanakið uppskriftir af girnilegum fiskrétta hvern mánuð, sem smábátaeigendur deila.  Auk þeirra gefur uppskrift Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra „Forréttur að hætti matvælaráðherra.  
Fyrsta uppskrift ársins er „Grillaður þorskur að suðrænum hætti.pdf, sem Sigfús Bergmann Önundarson, Suðureyri og formaður Eldingar, býður upp á.
Screenshot 2023-01-11 at 17.23.20.png