Lyfjakista D

Undanfarið hafa margar fyrirspurnir borist til skrifstofunnar varðandi lyfjakistur í smábátum. 
Hinn 28. október sl birtist ný reglugerð um þessi mál og varð mörgum brugðið við lesturinn. 
Talsvert áður hafði þessi fyrirhugaða breyting verið kynnt í Siglingaráði og samkvæmt henni átti breytingin að vera til einföldunar og kostnaðarminnkunar.  Annað kom á daginn. 
LS hefur undanfarið unnið að því að „minnka skaðann.
Á fundi Siglingaráðs fyrr í dag kom fram að eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um lyfjakistu smábáta:
1. EpiPen  (Adrenalín penni) er farinn út
2. Metoklopramið (Afipram) farið út
3. Í stað þriggja kassa af hönskum þarf bara einn sem menn mega kaupa, þess vegna í              Bónus og velja samkvæmt sinni handstærð.
 
Þessar breytingar lækka kostnaðinn talsvert, en jafnframt er það svo að kistan er dýrust á fyrsta ári þessara breytinga vegna hluta sem ekki þarf að endurnýja eins og SAM spelka, mótanleg og fleira. Þá hafa lyf almennt hækkað eins og flest annað.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér reglugerðina og fylgjast með því sem apótekin og eða skoðunarstöðvarnar gera. 
Smábátar eru með lyfjakistu D.
230119 logo_LS á vef.jpg