Svæðaskipting strandveiða

Matvælaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða svæðaskipting strandveiða.  
Umsagnarfrestur er til og með 15. febrúar 2023.
Í frumvarpinu er lagt til að aflaheimildum til strandveiða verði skipt á fjögur landsvæði líkt og gert var áður en núverandi fyrirkomulag var sett á árið 2018.  Ætlunin er að skipting aflaheimilda fari eftir fjölda báta sem skráðir eru á hvert svæði.  Þegar leyfilegum heildarafla hvers tímabils á viðkomandi svæði verður náð skal Fiskistofa stöðva veiðar á því svæði.
Í frumvarpinu eru svæðin ekki skilgreind þar sem ákvæði er um að ráðherra skuli með reglugerð kveða nánar um skiptingu landsvæða og aflaheimilda á tímabil og landsvæði.
 Í greinargerð sem fylgir frumvarpsdrögunum er sérstök athygli vakin á eftirfarandi:
 
„Landssamband smábáteigenda er á móti breytingunum og önnur minni samtök smábátaeigenda.  Þessir aðilar telja þetta almennt vera neikvætt skref aftur á bak til þess tíma þegar ólympískar veiðar voru stundaðar á landsvísu og skapi aukna slysahættu og hafi önnur neikvæð áhrif á aðstæður til strandveiða.
230201 logo_LS á vef.jpg