Landselur – stofnstærð eykst

Út er komin vísindagrein um sveiflur í stofnstærð landsels yfir 40 ára tímabil 1980-2020. Höfundur greinarinnar er Sandra Granquist sjávarspendýrasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og deildarstjóri selarannsóknadeildar hjá Selasetri Íslands.
Í skýrslunni kemur m.a. fram að framkvæmdar 13 talningar úr lofti yfir selalátur (júlí-ágúst) á árunum 1980 til 2020. Fjöldi landsela við Ísland samkvæmt nýjustu talningu frá 2020 er um 10.319 dýr. Það er um 69% færri en þegar eftirlit með stofninum hófst árið 1980, en þá var fjöldinn 33.327 selir.
Það verða teljast góð tíðindi að stofninn hefur styrkst verulega frá árinu 2016.  Það ár samanstóð hann af 7.700 dýrum og hefur því vaxið um rúman þriðjung á fjórum árum.