Birt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi matvælaráðherra um kvótasetningu á grásleppu. Frestur til að skila umsögn um frumvarpsdrögin.pdf er óvenju stuttur eða aðeins en vika, til og með 20. mars.
Drögin gera ráð fyrir að grásleppuveiðum verði frá og með vertíðinni 2024 stjórnað með aflamarki. Aflahlutdeild taki mið af veiðum á tímabilinu 2014 – 2019 bæði ár meðtalin, þar sem þrjú bestu árin verði valin. Samanlögð aflahlutdeild, í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila, nemi aldrei hærra hlutfalli af heildaflahlutdeild í grásleppu en 2%.
Um ástæður þess að þetta tímabil er valið segir eftirfarandi:
„að grásleppuveiðar standa yfir í stuttan tíma og frátafir á einni vertíð geta því haft mikið að segja varðandi veiðireynslu það ár. Þá eru aflabrögð misjöfn á milli ára og eftir svæðum. Sá mismunur jafnast út með lengra viðmiðunartímabili. Því er í frumvarpinu litið til lengri viðmiðunartíma og málefnalegra sjónarmiða við úthlutun aflahlutdeildar í grásleppu.
Þá gera frumvarpsdrögin ráð fyrir að ákvæði um staðbundin veiðisvæði verði sett í lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
Framsal aflahlutdeilda og flutningur aflamarks á milli svæða verður óheimilt. Þannig verði „tryggt að aflaheimildir hverfi ekki af tilteknum svæðum en samt sem áður verði möguleiki til hagkvæmari veiða innan staðbundinna veiðisvæða, eins og segir í skýringum á Samráðsgáttinni.
Í drögunum er lagt til að ráðherra verði heimilt að [úthluta 5,3% sem dregin eru draga 5,3% frá heildarafla grásleppu og úthluta því aflamarki til nýliða sem eru að hefja grásleppuveiðar í fyrsta skipti. Áður en til úthlutunar aflamarks kemur verða samkvæmt því fyrst dregin 10,6% frá leyfilegum heildarafla]. [breytt LS 14.3.]
Sambærilegt mál var flutt á 151. þingi (2020-2021). Hér má sjá umfjöllun og umsögn LS við það frumvarp.
Jafnframt er hér afrit af umsögn LS við áform ráðherra að þessum frumvarpsdrögum.