Lokið er umsagnarferli í samráðsgátt um frumvarpsdrög matvælaráðherra um breytingar á veiðistýringu grásleppuveiða. Þar er lagt til að ístað þess að hver grásleppuleyfishafi fái heimild til að stunda veiðar í ákveðinn fjölda daga, verður hverjum og einum rétthafa úthlutað aflamarki – kvóta.
Frá Landssambandi smábátaeigenda komu tvær umsagnir. Annars vegar frá grásleppunefnd félagsins varðandi hvaða breytingar eigi að gera ef til kvótasetningar kemur og hins vegar frá LS sem tekur á málefninu í heild.