Frávik frá veiðiráðgjöf þegar innbyggð í veiðistjórnunarkerfið!

Einar Helgason formaður Strandveiðifélagsins KRÓKS hefur birt eftirfarandi grein á Facebooksíðu sinni.
Frávik frá veiðiráðgjöf þegar innbyggð 
í veiðistjórnunarkerfið!
Sú barátta og sjálfsagða krafa smábátasjómanna að fá að veiða 48 daga örugga hefur gengið brösuglega svo vægt sé til orða tekið.  
Bent hefur verið á margar aðferðir til að hægt sé að tryggja nægar aflaheimildir svo ekki þurfi að koma til stöðvunar s.s. skerðingu rækju- og skelbóta, skerðingu byggðakvóta, stækkun 5,3% „pottsins’ o.fl.   En er það nauðsynlegt?
Einar Helgason.png
Frávik innbyggð í aflaregluna 

Það er reiknað með frávikum frá aflareglunni í formi VS heimilda sem er allt að 0,5% ofan á allan uppsjávarafla, og allt að 5% ofan á allar aðrar tegundir.
Jafnframt er reiknað með að einungis dragist aflaheimildir fyrir helming af 10% afla nokkurra tegunda sem landað gæti orðið sem undirmáli.

2021/2022 var:
VS heimild     27.155 tonn
UM heimild    18.775 tonn
Nýtt voru          5.644 tonn
Eftir stóðu      40.287 tonn sem reiknað var með að gætu veiðst umfram ráðgjöf 
og ekki skilgreint hvaða tegund yrði veidd.
Bráðabirgðatölur fyrir núverandi fiskveiðiár 8.4.2023 (ekki verið úthlutað t.d. makríl og enn á eftir að bætast við nýttar heimildir)

2022/2023:
VS heimild     25.057 tonn
UM heimild    18.355 tonn
Nýtt verið         5.474 tonn (8.4.2023)
Eftir standa    37.938 tonn sem reiknað var með að gætu veiðst umfram ráðgjöf 
og ekki skilgreint hvaða tegund yrði veidd.

Nægt svigrúm til að tryggja 48 daga
Það rúmast því vel innan fráviksreglna að tryggja 48 daga án þess að komi til stöðvunar með þeim 11.100 tonnum sem úthlutað er til strandveiða og hverskyns sveiflur nýti þá ónýttar fráviksheimildir.
Þá má hæglega lengja tímabilið svo henti öllum svæðum (4 mánuðir valdir frá apríl til sept.) án þess að heildarafli aukist svo um muni og auka hagræðingu ásamt því að minnka kolefnisspor enn frekar með t.d. að hver bátur megi færa 2 daga innan tímabilsins sem gert yrði við umsókn leyfis, og 2 róðra í mánuði mætti landa tvöföldum skammti sem dregst þá af dagafjölda viðkomandi.
Tryggjum svona kerfi og fyrirsjáanleika til næstu 5 ára !  
Ofangreint eru persónulegar skoðanir mínar og samantekt, gleðilega páska
Einar Helgason formaður
Strandveiðifélagsins KRÓKS
og í stjórn LS.


Heimildir:

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/atvinnuvega–og-nyskopunarraduneyti/nr/23235

https://island.is/reglugerdir/nr/1177-2022

https://gamli.fiskistofa.is/maelabord (3.4.2023)

https://gamli.fiskistofa.is/veidar/aflastada/vs-afli/  (8.4.2023)

https://gamli.fiskistofa.is/veidar/aflaupplysingar/undirmal/ (8.4.2023)