Grásleppufrumvarpið til atvinnuveganefndar

Í gærkveldi mælti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu). 
Alþingismennirnir Sigurjón Þórðarson Flokki fólksins, Gísli Rafn Ólafsson frá Pírötum og Lilja Rafney Magnúsdóttir frá VG tóku auk ráðherra þátt í umræðu um frumvarpið sem alls stóð yfir í rúma klukkustund.  Umræðunni lauk með því að frumvarpinu var vísað til atvinnuveganefndar.  
Screenshot 2023-04-19 at 12.47.09.png